Tónlist

Sökuð um svindl í Eurovision

scooch Hljómsveitin Scooch tekur þátt í lokakeppninni í Helsinki í vor.
scooch Hljómsveitin Scooch tekur þátt í lokakeppninni í Helsinki í vor.

Hljómsveitin Scooch, sem vann undankeppni Eurovision í Bretlandi, hefur verið sökuð um að hafa einungis þóst syngja sigurlagið. Sveitin hafði tvo bakraddasöngvara baksviðs sem enginn sá og vakti það mikla hneykslan meðal annarra keppenda. Á meðal þeirra voru Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari The Darkness, og Brian Harvey, sem var áður í strákasveitinni East 17.

„Ég var mjög fúll yfir laginu hjá Scooch. Mér sýndist einn af söngvurunum vera að reyna að syngja eitthvað en ekkert heyrðist í honum. Almenningur hefur verið blekktur,“ sagði hann.

Meðlimir Scooch játuðu að hafa notað tvo bakraddasöngvara en þeir sögðust engu að síður hafa sungið lagið, sem þúsundir kusu til sigurs. Talsmenn BBC segja að Scooch hafi ekki brotið neinar reglur. Sveitin hafi sungið lagið auk þess sem leyfilegt sé að hafa bakraddasöngvara sem séu ekki sýnilegir áhorfendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×