Tónlist

Cliff Richards á leiðinni

Sir Cliff kemur til Íslands í lok þessa mánaðar.
Sir Cliff kemur til Íslands í lok þessa mánaðar.

Nú styttist óðum í tónleika Sir Cliffs Richards í Laugardalshöll 28. mars næstkomandi. „Hann verður hérna í tvo til þrjá daga. Þetta eru síðustu tónleikarnir hjá honum í tónleikaferðinni,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari.

Richards mun ásamt stórri hljómsveit, taka flest sín þekktustu lög á tónleikunum, þar á meðal Summer Holiday, Batchelor Boy, The Young Ones og We Don"t Talk Any More. Engu verður til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta og verða m.a. risaskjáir settir upp sinn til hvorrar hliðar við sviðið. Það seldist upp í stúkuna á innan við tuttugu mínútum en enn eru til miðar í stæði. Miðasala fer fram á midi.is og í Skífunni og BT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×