Viðskipti innlent

Peningaskápurinn …

Hálfdrættingurinn HannesÞað geta margir skemmt sér við lestur ársskýrslna félaga í Kauphöllinni þessa dagana, en þær koma nú út hver á fætur annarri. Ýmislegt forvitnilegt er þar að finna, meðal annars launakjör stjórnenda. Í skýrslu FL Group má sjá að forstjórinn var með 51 milljón króna í árslaun. Það sætir varla tíðindum í samhengi íslenskra stórfyrirtækja. Það sem vekur athygli er að aðstoðarforstjórinn Jón Sigurðsson er með 86 milljónir. Hannes er því rétt ríflega hálfdrættingur, en Jón var keyptur til starfa og talinn mikill fengur. Hannes getur hins vegar huggað sig við að verðmæti eignarhlutar hans í félaginu nálgast nú óðfluga 50 milljarða króna. Það er hægt að hugga sig við minna. Hýrudráttur vegna veðursÓveðrið á Norðurlöndum og þá einkum í Danmörku kveikir ýmsar vangaveltur. Ein þeirra birtist í fréttum danska útvarpsins, þar sem fjallað var um hvernig meðhöndla eigi þá sem mæta seint og illa vegna veðurs. Niðurstaða sérfræðinga er sú að ekki megi segja upp starfsmönnum sem verða veðurtepptir. Hins vegar sé ekkert því til fyrirstöðu að hýrudraga þá fyrir að mæta of seint, þótt afsökunin sé ærin. Það fylgir þó sögunni að þó lagalegi réttur fyrirtækjanna sé fyrir hendi sé auðvitað misjafnt hvað gert sé, enda sjaldan sem viðrar svo illa í landinu og kannski ekki hentugt til að halda góðum móral að beita slíkum rétti.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×