Viðskipti innlent

Sérsveit Geirs

Þeim hefur fjölgað ráðherrunum sem vilja stofna sérsveitir. Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra var lengi legið á hálsi fyrir að vilja stofna sérsveit.

Geir Haarde forsætisráðherra bættist í hópinn í síðustu viku. Geir sagði á Viðskiptaþingi í vikunni að í ljósi þess að Ísland er í 19. sæti af 35 í alþjóðlegri könnun þar sem ímynd þjóða var mæld ætli hann að stofna sérsveit sem hefði það að markmiði að bæta ímynd Íslands.

Ólíkt Birni hafa fáir sem engir gagnrýnt sérsveitartilburði Geirs. Líklega er mismunandi vopnaburði um að kenna. Sérsveitir bera alla jafna hátæknivopn, tól sem geta miðað út húsflugur á kílómetra færi.

Vopnaburðurinn í ímyndarsérsveit Geirs hlýtur að sama skapi að samanstanda af jakkafataklæddum glæsimennum og fegurðardísum í drögtum með nýjustu farsíma á lofti. Það er því aldrei að vita nema sérsveitarmenn séu nú að kynna sér nýjustu tækni á farsímaráðstefnunni í Barcelona.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×