Innlent

Bætt þjónusta við geðfatlaða

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Elín Ebba Ásmundsdóttir.
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Elín Ebba Ásmundsdóttir.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu á föstudag. Samningurinn gengur út á að AE geri úttekt á þjónustu við geðfatlaða.

„Með samningnum er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun átaks ráðuneytisins 2006-2010 í þjónustu við geðfatlaða,“ segir Magnús Stefánsson.

Samningurinn gildir á árunum 2007-2008 og felur meðal annars í sér að AE tekur að sér gerð fræðsluefnis um þjónustu fyrir geðfatlaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×