Innlent

Ómar maður ársins á Stöð 2 og Rás 2

Ómar Ragnarsson og Örkin sem hann notar til að mynda fyllingu Hálslóns við Kárahnjúkavirkjun.
Ómar Ragnarsson og Örkin sem hann notar til að mynda fyllingu Hálslóns við Kárahnjúkavirkjun. MYND/GVA

Ómar Ragnarsson fréttamaður var í dag valinn maður ársins í árlegri kosningu þjóðarinnar á Rás 2. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Ómari hafi fengið um fjórðung greiddra atkvæða í kosningunni en á eftir honum komu bloggarinn Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir og Magni Ásgeirsson tónlistarmaður.

Ómar hefur vakið athygli á árinu fyrir baráttu sína fyrir verndun náttúrunnar en í tengslum við hana var skipulögð fjölmenn mótmælaganga niður Laugarveginn í haust gegn virkjanaframkvæmdunum. Fréttastofa Stöðvar 2 valdi einnig Ómar Ragnarsson mann ársins 2006 fyrir sömu baráttu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.