Körfubolti

Njarðvíkingar á toppinn

Brenton Birmingham fór mikinn í liði Njarðvíkur í kvöld
Brenton Birmingham fór mikinn í liði Njarðvíkur í kvöld Mynd/Vilhelm

Njarðvíkingar skelltu sér á toppinn í úrvalsdeild karla í körfubolta ásamt Snæfelli, KR og Skallagrími í kvöld þegar þeir lögðu granna sína í Keflavík 86-72 í hörkuleik í Njarðvík. Heimamenn höfðu yfir 50-42 í hálfleik. Þá vann kvennalið Hauka nauman sigur á Grindvíkingum 82-81 í efstu deild kvenna.

Ifeoma Okonkwo skroaði 33 stig og hirti 14 fráköst í liði Hauka í kvöld og Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Tamara Bowie skoraði 46 stig, hirti 14 fráköst og varði 6 skot hjá Grindavík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×