Innlent

Grunaður um að hafa aftur nauðgað

Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir.

Maðurinn, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til tuttugasta desember næstkomandi en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað konu sem hann hefur átt í sambandi við. Verknaðinn framdi hann á heimili konunnar í Reykjavík þar sem hann hélt henni fanginni. Samkvæmt heimildum fréttastofnu gekk maðurinn illilega í skrokk á konunni og nauðgaði henni oftar en einu sinni. Hún leitaði til neyðarmóttöku nauðgana og hefur kært.

 

Þann ellefta október var maðurinn dæmdur í fimm ára fangelsi í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir hrottalegar árásir á tvær konur og nauðgaði hann annari þeirra í þrígang. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og bíður þess að þar falli dómur.

Maðurinn réðst með ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu sína í þrígang í fyrrasumar. Í eitt skiptið hélt hann kodda fyrir andliti hennar þannig að hún átti erfitt með andadrátt. Hina konuna réðst hann á í febrúar á heimili sínu. Hann hélt henni fanginni í íbúðinni í marga klukkutíma þar sem hann beitti hana miklu ofbeldi og nauðgaði henni þrisvar. Að lokum náði konan að koma beiðni um hjálp til vina sinna í gengum sms skilaboð. Þegar lögreglumenn kom á staðinn náði konan að gefa þeim bendingar út um glugga en maðurinn ansaði ekki þegar dyrabjöllunni var hringt. Blóð var víða í íbúðinni og greinilegt að átök höfðu átt sér stað. Segir í dómi hérðasdóms að brot mannsins gagnvart konunum séu sérlega hrottafengin og að hann hafi farið fram gegn þeim í krafti líkamsburða sinna. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunum samtals 2 milljónir króna í miskabætur.

Ef dómur verður ekki fallinn í Hæstarétti þegar gæsluvarðhald yfir manninum rennur út má telja líklegt að lögregla krefjist áframhaldandi varðhalds.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×