Innlent

Meiddist í andliti vegna öryggispúða

Tíu ára drengur var fluttur á slysadeild í gær eftir árekstur tveggja bifreiða í borginni. Fram kemur á vef lögreglunnar að drengurinn hafi verið farþegi í bíl sem ekið var aftan á annabn bíl en við áreksturinn blés út öryggispúði í bílnum og meiddi hann í andliti.

Lögregla vill ekkert fullyrða um slysið en segir fulla ástæðu til að minna ökumenn á að samkvæmt umferðarlögum megi börn sem eru lægri en 150 sm á hæð ekki sitja í framsæti bifreiða sem búnar eru öryggispúða fyrir framan sætið.

Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum vegna hraðaksturs innnan borgarinnar. Sá sem hraðast ók var 17 ára piltur sem mældist á 107 kílómetra hraða á Gullinbrút en leyfilegur hámarkshraði á þessum stað er 60. Fyrir vikið á pilturinn yfir höfði sér 60 þúsund króna sekt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×