Innlent

Ók á ljósastaur við Hafnarfjarðarveg

Frá slysstað í Kópavogi.
Frá slysstað í Kópavogi. MYND/Baldur Hrafnkell

Ökumaður sendibíls slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið hans lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvamssvegar og Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi nú eftir hádegið. Ökumaðurinn var að beygja af Fífuhvamssvegi og inn á Hafnarfjarðarveg þegar slysið varð en talið er að bíllinn hafi runnið til vegna mikillar hálku. Svo harður var áreksturinn að slökkvilið þurfti að beita klippum til að koma manninum út úr bílnum en hann slasaðist sem fyrr segir ekki mikið. Lögregla í Kópavogi segir engar tafir verða á umferð á veginum vegna þessa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×