Innlent

Afgreiðslu RÚV-frumvarps frestað fram yfir jól

Frá blaðamannafundi þingflokks Samfylkingarinnar í morgun.
Frá blaðamannafundi þingflokks Samfylkingarinnar í morgun. MYND/Baldur Hrafnkell

Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. verður ekki afgreitt fyrir jól en þinglok verða á laugardag. Þetta var að samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Á blaðamannafundi þingflokks Samfylkingarinnar í morgun kom fram að önnur umræða um RÚV-frumvarpið fer fram í dag en þriðju umræðu verður frestað fram í janúar. Í millitíðinni fer málið til menntamálanefndar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×