Innlent

Dæmdur fyrir að hindra lögreglu að störfum

MYND/Róbert

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að brot gegn valdstjórninni með því að hafa hindrað lögreglu að störfum.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lokað hliði að akri í Rangárvallasýslu með streng fyrir lögreglu og lagt bíl fyrir hliðið þegar lögregla hugðist aka inn á akurinn og hafa afskipti af syni hans vegna umferðarlagabrota. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa ýtt við lögreglumanni við sama tækifæri.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en dóminum þótti sannað út frá framburði vitna að hann hefði bæði hindrað lögreglu í að aka inn á akurinn og einnig ýtt við lögreglumanni. Í ljósi þess að hann hafði ekki áður komist í kast við lögin þótti hæfilegt að dæma hann í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá ber honum einnig að greiða rúmar 300 þúsund krónur í sakarkostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×