Innlent

Fimm fíkniefnamál í Reykjavík um helgina

Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina en í þeim öllum fundust ætluð fíkniefni eins og lögregla kallar það. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum fyrir áðurnefndar sakir og aðfaranótt laugardags var þriðji karlmaðurinn stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu.

Tvær konur voru svo fluttar á lögreglustöð um hádegisbil á laugardag en þær voru handteknar á gististað í austurbænum. Þær voru sömuleiðis taldar hafa gerst sekar um fíkniefnamisferli.

Aðfaranótt sunnudags komu svo upp tvö fíkniefnamál. Tveir karlmenn voru færðir á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í bíl þeirra. Þá voru tveir karlmenn handteknir í húsi í borginni en þriðji maðurinn á staðnum var meðvitundarlaus þegar að var komið. Sá var fluttur á slysadeild en hinir voru færðir í fangageymslu. Í húsinu fundust ætluð fíkniefni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×