Innlent

Leysti upp fíkniefnapartí í Hveragerði

MYND/E.Ól

Lögreglan á Selfossi hantók þrjá menn í Hveragerði og færði í fangageymslu vegna fíknefnaneyslu aðfaranótt sunnudags. Lögreglu barst tilkynning um að mennirnir væru með fíkniefnapartí í húsi í Hveragerði og við leit þar fannst hass.

Fram kemur á vef lögreglunnar að einn mannanna hafi gefið upp rangt nafn en við leit á honum fannst persónuskilríki hans og þá upplýstist um að hann var annar en hann sagðist vera. Mennirnir voru yfirheyrðir þega víman var runnin af þeim og að því loknu voru þeir látnir lausir.

Sömu nótt hafði lögreglan afskipti af bíl á Selfossi vegna þess að farþegi var hálfur út úr honum. Ökumanni var gert að stöðva og reyndist farþeginn, sem var 16 ára og búsettur á höfðuborgarsvæðinu, talsvert ölvaður. Haft var samband við foreldra sem sáu um að sækja drenginn á lögreglustöðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×