Innlent

Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði

Lögreglan lagði hald á 30 grömm af amfetamíni.
Lögreglan lagði hald á 30 grömm af amfetamíni. MYND/Vísir

Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan lagði hald á 30 grömm af amfetamíni.

Tvö innbrot voru tilkynnt á föstudaginn til lögreglunnar. Annað í nýbyggingu við Birkiás í Garðabæ en þar var stolið talsverðu af verkfærum. Hitt var í heimahús í Hafnarfirði þar sem stolið var sjónvarpsflatskjá.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×