Innlent

Margrét ætlar að taka sæti ef hún fær það

Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar.
Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar. MYND/Haraldur Jónasson

Margrét Sverrisdóttir, sem sagt var upp störfum í gær sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, ætlar að taka sæti á lista flokksins ef hún fær það í leiðbeinandi forvali hjá flokknum. Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar en henni var tjáð að þingflokkurinn vildi gefa henni svigrúm til að sinna framboðsmálum. Margrét segir að eðliegra hefði verið að henni hefði verið boðið að fara í launalaust leyfi.

Margrét telur að uppsögn sín tengist andstöðu sinni við Jón Magnússon og framgöngu hans í málefnum innflytjenda. Hún sé fylgjandi því að umræða fari fram um innflytjendur og hún vilji nýta þá fresti sem eru fyrir hendi til að takmarka flæði erlends vinnuafls. Hún vilji ekki að sérstakir hópar séu litnir hornauga og það að tala um kynþætti og trúarhópa eigi ekki heima í þessari umræðu.

Margrét ætlar að ræða uppsögn sína við miðstjórn flokksins þar sem þingflokkurinn geti aðeins sagt henni upp sem framkvæmdastjóra þingflokksins en ekki sem framkvæmdastjóra flokksins.

Guðjón A. Kristinsson formaður flokksins sagði í Íslandi í bítið nú í morgun, að þetta ætti ekki að hafa komið Margréti á óvart og að þetta sé ekki ný hugmynd í þingflokknum. Hann sagðist ekki vilja að hún færi úr flokknum. Eðlilegt væri að hún byði sig fram í Reykjavík suður eins og til stæði en flokkurinn vildi ekki að þingmaður gengdi líka launuðu starfi framkvæmdastjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×