Innlent

Fjórir teknir vegna fíkniefnabrota í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá einum og fannst þar nokkuð af e-töflum, lítilræði af hassi og amfetamíni auk peninga, sem taldir eru vera ágóði af sölu. Þremur mannanna var fljótlega sleppt eftir yfirheyrslur í nótt og þeim fjórða undir morgun eftir að hann hafði játað að ætla e-töflurnar til sölu. Þetta er annað sölumálið sem upp kemur í Kópavogi á einum sólarhring.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×