Innlent

Átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Hæstarétti í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Lögregla stöðvaði manninn við eftirlit fyrir um tveimur árum og fann við bifreið hans fíkniefni. Við húsleit heima hjá manninum fannst svo marijúana, tóbaksblönduð kannabisefni og 2 kannabisplöntur. Rétt um ár leið frá því að rannsókn málsins lauk og þar til ákæra var gefin út og var tekið tillit til þess ásamt því að maðurinn hafði áður gerst sekur um fíkniefnabrot. Þótti átta mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing auk upptöku á fíkniefnunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×