Innlent

Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð

MYND/Pjetur

Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta.

Við handtöku brást maðurinn illa við og kom til nokkurra átaka að sögn lögreglu. Segist lögregla hafa beitt viðurkenndum handtökuaðferðum og lögreglutökum en maðurinn hafi áfram látið ófriðlega á leið á lögreglustöð. Stuttu áður en þangað var komið lenti maðurinn í hjartastoppi og hætti að anda. Var þá kallað á sjúkralið og tókst að endurlífga manninn. Hann var fluttur á sjúkrahús og er þar enn en honum er haldið sofandi.

Fram kemur á vef lögreglunnar að í herbergi mannsins á hótelinu hafi fundist fíkniefni. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Endanleg staðfesting á því liggur ekki fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×