Innlent

Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig

Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær.

Upphaflega var tilkynnt um að bíll hefði farið út af en þegar lögreglumenn og sjúkraflutningamenn voru að hlynna að ökumanni brjálaðist hann skyndilega og réðst á þá. Leiddi þá hvert málið af öðru og kallaði Selfosslögreglan eftir aðstoð manna frá Ríkislögreglustjóra og Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, sem mættu á vettvang með fíkniefnahund. Yfirheyrslum lauk ekki fyrr en undir miðnætti og verður málið rannsakað frekar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×