Erlent

Umferð tekin að flæða á ný um götur Bagdad

Útfarir fórnarlamba í árásinni fóru fram á föstudaginn.
Útfarir fórnarlamba í árásinni fóru fram á föstudaginn. MYND/AP

Þriggja daga útgöngubanni í Bagdad, höfuðborg Íraks, lauk í morgun. Umferð fór að flæða á ný um götur Bagdad en notkun ökutækja hefur verið bönnuð í borginni síðan á föstudaginn.

Írakar hafa margir hverjir vart þorað út úr húsi af ótta við aðra árás en yfir tvö hundruð Írakar létu lífið í árás á markað í Bagdad á fimmtudaginn. Árásin varð í Sadr hverfinu og er hún ein sú mannskæðasta frá innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003. Þrír bandarískir hermenn létust í átökum við uppreisnarmenn í landinu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×