Innlent

Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Fyrstu tölur í prófkjörinu verða lesnar klukkan 18 á morgun á Hótel KEA.
Fyrstu tölur í prófkjörinu verða lesnar klukkan 18 á morgun á Hótel KEA.

Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag.

Atkvæði verða talin á Akureyri á morgun og reiknað er með að fyrstu tölur verði lesnar upp á Hótel KEA um klukkan 18.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×