Innlent

Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi

MYND/Vilhelm

Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær.

Um var að ræða fimmtán veitingastaði á höfuðbogarsvæðinu og fór hluti þeirra fram á skaðabætur vegna þessa. Fram kemur í dómnum að frá árinu 2002 hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir 49 sams konar tilvik og er sakaferill hans því með eindæmum eins og segir í dómi.

Þar segir einnig að háttsemi mannsins sé með öllu ólíðandi og sé nærri telja að ákærði sé síbrotamaður að þessu leyti og ljóst að hann færist heldur í aukana fremur en hitt. Með hliðsjón af þessu þyki refsing mannsins hæfileg 12 mánuðir. Þá var hann dæmdur til að greiða nokkrum staðanna samtals um 30 þúsund krónur í skaðabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×