Innlent

Töluvert tjón í innbroti hjá Bræðrunum Ormsson

Töluvert tjón varð í raftækjaverslun Bræðranna Ormsson í Síðumúla í nótt þegar þjófur eða þjófar réðust þar inn og höfðu á brott með sér tvö dýr sjónvarpstæki.

Við innbrotið virðist grjóti hafa verið kastað inn um rúðu á versluninni og skemmdust raftæki og húsmunir við það. Gróflega er áætlað að tjónið nemi á þriðju milljón króna enda um dýran og viðkvæman varning að ræða.

Sá sem fór inn í verslunina virðist hafa skorið sig á glerinu því blóð var á rúðunni þar sem farið var inn. Lögregla leitar því að minnsta kosti eins særðs þjófs en enginn hafði verið handtekinn vegna málsins nú skömmu fyrir fréttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×