Innlent

Strokufangi reyndi að smygla fíkniefnum inn á Lilta-Hraun

MYND/Stefán

Strokufanginn af Litla-Hrauni sem leitað var að í síðustu viku og gaf sig á endanum fram við fangelsisyfirvöld reyndi að smygla bæði fíkniefnum og steratöflum inn í fangelsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Þar segir að maðurinn hafi verið sendur í röntgenmyndatöku eftir komu í fangelsið og kom þá í ljós að í endaþarmi voru aðskotahlutir. Við nánari skoðum reyndust það vera um 40 grömm af amfetamíni og nokkuð magn af steratöflum.

Annað fíkniefnamál kom einnig upp á Lilta-Hrauni í síðustu viku en þá reyndi kona sem var að koma í heimsókn í fangelsið að smygla nokkrum grömmum af amfetamíni og einhverju af læknalyfjum innvortis. Með henni var önnur kona en báðar viðurkenndu aðild að smyglinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×