Erlent

Bush er tilbúinn til að hlusta á allt og alla

George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri opinn fyrir öllum tillögum um hvernig skuli leysa málin í Írak. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með fréttamönnum, í Rósagarðinum. Þar var forsetinn mættur ásamt ríkisstjórn sinni.

Bush sagði að það væri sama frá hvaða flokki menn kæmu, öllum bæri skylda til þess að tryggja að bandarískir hermenn í Írak hefðu þann stuðning sem þeir þyrftu til þess að geta gegnt sínu hlutverki.

Hann væri tilbúinn til þess að hlusta á allar tillögur, hvaðan sem þær kæmu.

Þarna kveður við í annan tón hjá forsetanum, sem hingaðtil hefur ekki tekið vel í athugasemdir við stríðsreksturinn í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×