Innlent

Best að búa í Noregi og á Íslandi

Noregur og Ísland eru í efstu tveimur sætunum á nýjum lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir lönd þar sem bestu lífsskilyrði í heiminum eru. Öll norrænu ríkin eru meðal þeirra fimmtán landa þar sem best er að búa, Svíar í fimmta sæti, Finnar í ellefta og Danir í fimmtánda.

Lífsskilyrðin eru mæld út frá svokölluðum þróunarstuðli og þar er meðal annars tekið tillti til tekna á hvern íbúa, menntunar og heilbrigðisþjónustu ásamt lífslíkum. Listinn hefur verið gefinn út frá árinu 1990.

Afríkurríkin Búrkína Fasó, Síerra Leóne og Níger eru neðst á listanum og fram kemur í skýrslu Þróunarátælunarinnar að stöðnun hafi orðið í Afríku sunnan Sahara frá árinu 1990 meðal annars vegna alnæmisfaraldursins sem minnkað hefur lífslíkur í mörgum landanna geigvænlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×