Erlent

Forsætisráðherra Ísraels segir árásina tæknileg mistök

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að árásin sem gerð var á Gaza svæðið í gær, hefði verið tæknileg mistök hjá stórskotaliðinu. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni, þar á meðal mörg börn.

Olmert sagði að hann hefði persónulega kannað málið og komist að því að þetta hefði verið tæknigalli. Það sé ekki stefna Ísraels að gera slíkar árásir á óbreytta borgara. Olmert kvaðst harma mjög þessi mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×