Erlent

Interpol óttast týnd norsk vegabréf

Alþjóðalögreglan Interpol hefur miklar áhyggjur af því að yfir 130 þúsund vegabréf eru skráð týnd, í Noregi. Lögreglan telur aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkamenn skjóti upp kollinum með norskt vegabréf.

Talsmaður norsku lögreglunnar segir að það færist sífellt í aukana að fólk sé stöðvað, einhversstaðar á landamærum, með fölsuð norsk vegabréf, sem annaðhvort hafa týnst eða verið stolið. Norskir þegnar eru alla jafna taldir nokkuð öruggir, og því mikil eftirspurn eftir norskum vegabréfum, í undirheimunum.

Norsk yfirvöld hafa, skiljanlega, einnig miklar áhyggjur af öllum þessum horfnu vegabréfum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×