Erlent

Michael Jackson snýr aftur á sviðið

Michael Jackson mun snúa aftur og flytja lög af albúminu "Thriller" á tónlistarhátíð í Lundúnum um miðjan þennan mánuð. Jackson mun þar taka við viðurkenningu fyrir að hafa selt meira en eitthundrað milljón plötur á ferli sínum.

Michael Jackson hefur haldið sig til hlés síðan hann var sýknaður af ákæru um misnotkun á börnum síðastliðið sumar. Hann hefur haldið sig mest í Bahrein og á Írlandi. Hefur raunar sagt að hann hafi í hyggju að flytja til Evrópu og endurvekja þar tónlistarferil sinn.

Fyrstu skrefin í þá átt stígur hann væntanlega á tónlistarhátíðinni í Lundúnum, hinn fimmtánda þessa mánaðar. Meðal annarra sem koma þar fram verða Beyonce, Mary J. Blige og Andrea Bocelli. Kynnir verður bandaríska söngkonan Lindsey Lohan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×