Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir ýmis brot

MYND/ÞÖK

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og svipti hann ökuleyfi í fimm ár fyrir ítrekaðan ölvunarakstur og vopnalagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað í haust. Maðurinn játaði fúslega brot sín fyrir dómi en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1997. Með brotunum í haust rauf maðurinn skilorð en honum var veitt reynslulausn vegna annars máls í sumar. Í ljósi þess var refsing ákveðin í einu lagi fyrir brot hans nú og með hliðsjón af þeim 270 dögum sem hann átti óafplánaða og var því niðurstaðan 15 mánaða fangelsi. Þá voru fíkniefni gerð upptæk hjá manninum og hann dæmdur til að greiða ríflega 100 þúsund krónur í sakarkostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×