Innlent

Tveggja mánaða dómur fyrir þjófnað

Síbrotamaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn í tvo bíla og haft þaðan á burt ýmis verðmæti. Fram kemur í dómnum að ákærði hafi játað brot sín en hann á að baki nær samfelldan sakaferil frá árinu 1990 og hefur hlotið 24 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot. Var litið til þess við ákvörðun refsingar en til refsilækkunar kom að nær öll verðmætin komust til skila til eiginda þeirra. Ásamt tveggja mánaða fangelsi var ákærði dæmdur til að greiða ríflega 100 þúsund krónur í skaðabætur og sakarkostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×