Innlent

Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., stendur fyrir framan Hval 9.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., stendur fyrir framan Hval 9. MYND/Vilhelm

Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni.

Kristján segir um ákvörðunina að búast hefði mátt við henni miðað við yfirlýsingar ráðamanna síðustu misseri. Hvalur 9 var leystur frá bryggju í morgun og vélarnar í honum prófaðar og er allt klárt til veiða að sögn Kristjáns. Tíu manns eru í áhöfn skipsins og segir Kristján líklegt að hvals verði leitað úti fyrir Faxaflóa eða vestur af landinu. Aðspurður býst hann ekki við að það takist að veiða allan kvótann fyrir áramót því nú sé svo dimmst stóran hluta sólarhringsins en menn þurfi birtu til að sjá hvalinn. Menn séu á síðasta séns til veiða á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×