Erlent

Nóbelsverðlaun í læknisfræði tilkynnt

Annar verðlaunahafinn, Craig Mello, MIT
Annar verðlaunahafinn, Craig Mello, MIT MYND/AP

Tveir Bandaríkjamenn, Andrew Z. Fire frá MIT í Massachusetts og Craig C. Mello við Harvard, fá Nóbelsverðlunin í læknisfræði í ár fyrir að uppgötva leið til að slökkva á ákveðnum áhrifum gena. Talað er um RNA-truflun í þessu sambandi, sem leið til að rannsaka starfsemi tiltekinna gena. Talað er um RNA-truflun í þessu sambandi, sem leið til að rannsaka starfsemi tiltekinna gena. Nú er einnig verið að rannsaka þessa tækni sem hugsanlega lækningaaðferð við veirusýkingum, hjartasjúkdómum, klrabbameini og fleiri sjúkdómum. Bandaríkjmennirnir birtu rannsóknarniðurstöður sínar um þetta efni 1998. Í tilkynningu frá Karolinsku stofnuninni í Stokkhólmi, sem veitir læknisfræðiverðlaunin, segir að þeir hafi uppgötvað grundvallarþátt í upplýsingaflæði gena. Þetta eru fyrstu Nóbelsverðlaunin í ár, en næstu vikur verða veitt verðlaun í eðlisfræði, efnafræði, bókmenntum, friðarmálum og hagfræði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×