Fótbolti

Allt vitlaust eftir leik FCK og Bröndby

FC Kaupmannahöfn komst í dag á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1-0 sigri á grönnum sínum í Bröndby. Hannes Sigurðsson spilaði allan leikinn með Bröndby en til óláta kom milli stuðningsmanna liðanna í kvöld og loga nú slagsmál á fleiri en einum stað í borginni að sögn dönsku lögreglunnar.

Bjarni Ólafur Eiríksson og Hörður Sveinsson léku allan leikinn í liði Silkeborgar sem tapaði fyrir OB, en Hólmari Erni Rúnarssyni var skipt útaf í síðari hálfleik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×