Innlent

Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í dag dæmdur í mánaðarlangt fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í sumar skallað annan mann á veitingastað á Reyðarfirði með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga og skurð á kinnbeini.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum en við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að ákærði hefði ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Þótti eins mánaðar fangelsi sem var skilorðsbundið til tveggja ára hæfileg refsing auk þess sem ákærði var dæmdur til að greiða um 60 þúsund krónur í sakarkostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×