Innlent

Auður Lilja nýr formaður UVG

Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. Auk Auðar Lilju voru þau Elías Jón Guðjónsson, varaformaður, Steinunn Rögnvaldsdóttir, ritari, Kári Páll Óskarsson, gjaldkeri kosin í stjórn. Meðstjórnendur verða Sverrir Aðalsteinn Jónsson, Þórhildur Halla Jónsdóttir, Emil Hjörvar Petersen, Þórunn Ólafsdóttir og Erlendur Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×