Innlent

Átta mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku

Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. Brotið átti sér stað í lok október í fyrra en þá lét maðurinn stúlkuna hafa við sig munnmök og svo hafði hann tvisvar sinnum samræði við hana. Við leit heima hjá manninum fundust barnaklámsmyndir í tölvu hans og var hann einnig ákærður fyrir vörslu þeirra. Maðurinn játaði að hafa haft mök við stúlkuna en sagðist hafa talið að hún væri eldri en 14 ára, en þau munu hafa kynnst á spjallvef á Netinu. Á það féllst dómurinn ekki og sakfelldi hann fyrir brotið og fyrir vörslu barnakláms. Hins vegar var tekið tillit til þess að ákærði samdi um að greiða fórnarlambi sínu 600 þúsund krónur í bætur í sumar. Þótti átta mánaða refsing hæfileg en auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða rúmar 800 þúsund krónur í sakarkostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×