Innlent

Refsingu fyrir líkamsárás frestað í tvö ár

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur frestað ákvörðun refsingar yfir 25 ára gamalli stúlku í tvö ár, en hún var sakfelld fyrir að hafa ráðist á aðra stúlku í félagsheimili Blönduóss í fyrra. Þau skilyrði eru sett að stúlkan haldi skilorð árin tvö. Árásin átti sér stað á dansleik í félagsheimilinu en til deilna kom á milli stúlknanna eftir að sú sem ákærð var hafði hellt bjór yfir hina. Reif sú fyrrnefnda í hár hinnar með þeim afleiðingum að hún hlaut skallablett. Ákærða var dæmd til að greiða fórnarlambi sínu tæpar 175 þúsund krónur í skaðabætur auk sakakostnaðar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×