Innlent

Fundu fíkniefni á ellefu ára dreng

MYND/Róbert

Lögreglan í Reykjavík hafði á dögunum afskipti af ellefu ára dreng þar sem kannabisefni fundust í fórum hans. Eftir því lögregla kemst næst mun þetta vera einsdæmi í sögu lögreglunnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að drengurinn hafi verið tvísaga þegar lögreglan ræddi við hann. Fyrst sagðist hann hafa fundið fíkniefnin og ráðgerði að selja þau en við haldlagningu þeirra fullyrti drengurinn að hann gæti útvegað sér meira af fíkniefnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×