Innlent

Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær

MYND/Róbert

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Almennt séð fóru tónleikarnir vel fram segir á vef lögreglunnar. Þá voru tvær líkamsárásir tilkynntar til lögreglunnar í gær. Í annarri var ráðist á starfsmann veitinga- og skemmtistaðar en í hinni var veist að gæslumanni á dansleik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×