Sport

Amir Khan í eldlínunni

Amir Khan verður í eldlínunni á Sýn ásamt fleirum í kvöld
Amir Khan verður í eldlínunni á Sýn ásamt fleirum í kvöld NordicPhotos/GettyImages
Nú er hafin bein útsending á Sýn frá hnefaleikakeppni í Bolton í Bretlandi, þar sem hinn 19 ára gamli Amir Khan verður á meðal keppenda. Khan er mesta efni Breta í hnefaleikum síðan sjálfur Prinsinn var og hét og mætir Ryan Barrett í kvöld. Veislan er komin á fullt á Sýn og þeir Ómar og Bubbi strax byrjaðir að fara á límingunum í fjörugri lýsingu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×