Innlent

Ræðir nýtt áhættumat

Stjórnarfundur Landsvirkjunar hófst klukkan níu í morgun. Á fundinum verður meðal annars lagt fram nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar sem nýjar upplýsingar um jarðhita og jarðsprungur hafa komið fram þá var óskað eftir því við Landsvirkjun að lagt yrði fram nýtt áhættumat.

Fundurinn mun að öllum líkindum standa til klukkan tvö í dag þar sem 15 mál bíða fundarins. Ástæða þess er að næstum tveir mánuðir eru síðan stjórnin fundaði síðast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×