Innlent

Styrkir Alcoa til samfélagsverkefna á Austurlandi 150 milljónir

Upplýsingafulltrúi Alcoa telur hugsanlegt að þakka megi Alcoa aukinn árangur lögreglunnar á Austfjörðum í fíkniefnamálum, vegna styrks sem fyrirtækið veitti tveimur lögreglumönnum þaðan til að sækja námskeið hjá lögreglunni á Flórída í Bandaríkjunum.

Alcoa sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna umræðu í fjölmiðlum um styrk fyrirtækisins til lögreglumannanna. Þar segir að þeir hafi verið styrktir um tæpar 77 þúsund krónur vegna uppihalds, á námskeið sem þeir sóttu í frítíma sínum. Alcoa hafi hins vegar styrkt ýmis samfélagsleg verkefni á Austurlandi fyrir samtals 150 milljónir króna. Þar beri hæst styrkir til byggingar íþróttahúss í Fjarðarbyggð og til Heilbrigðisstofnunar Austurlands til kaupa á búnaði til að koma röntgenmyndum á stafrænt fom.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×