Erlent

Kemur ekki til greina að svipta Grass Nóbelnum

Rithöfundurinn Grass með pípuna sína.
Rithöfundurinn Grass með pípuna sína. MYND/AP

Nóbelsstofnunin hefur hafnað beiðnum um að svipta rithöfundinn Gunther Grass nóbelsverðlaunum sem hann hlaut árið 1999. Háværar raddir kröfðust þess að Grass yrði sviptur heiðrinum eftir að hann játaði í blaðaviðtali á laugardag að hann hefði þjónað í stormsveitum nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Stjórn Nóbelsstofnunarinnar hefur hins vegar sagt að Nóbelsverðlaunin séu óafturkræf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×