Innlent

Maður handtekinn fyrir að reyna að aka niður lögreglumenn

MYND/Pjetur
Ökumaður á aflmiklum bíl gerði tilraun til að aka niður tvo lögreglumenn á Neshaga í Reykjavík í nótt, en þeir náðu að kasta sér frá á síðustu stundu.

Svo litlu munaði að bíllinn lenti utan í öðrum lögreglumanninum,sem slapp ómeiddur, en við höggið brotnaði baksýnisspegill af bílnum. Lögreglumennirnir voru á vettvangi vegna elds sem komið hafði upp í íbúð í fjölbýlishúsi við götuna og bar bílinn þar að.

Þegar ökumaður sá umsvifin á vettvangi, rak hann í afturábak til að komast í burt í hvelli en bakkaði á staur. Þar gaf hann allt í botn áfram og stefndi á lögreglumennina, sem forðuðu sér. Bíllinn fannst mannlaus síðar í nótt og eigandi hans í framhaldinu en líklegt er að einhver annar hafi verið á bílnum. Bæði eigandinn og aðili, sem þar var staddur, voru handteknir og sæta nú yfirheyrslum.

Slökkviliðinu gekk vel að slökkva í mannlausri íbúiðnni, en grunur leikur á að þar hafi verið kveikt í og er það mál líka rannsakað sem sakamál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×