Innlent

Gripinn eftir tvö innbrot í apótek

Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann sem brotist hafði inn í tvö apótek í Breiðholti, fyrst við Álfabakka og síðan við Iðufell þar sem hann var handtekinn. Ekki fanst mikið af lyfjum á honum en lögregla telur að hann hafi allt eins falið eitthvað utandyra og gistir þjófurinn fangageymslur. Hann hefur áður gerst brotlegur við lög og er tallið að hann hafi verið að slægjast eftir lyfjum, sem eru vinsæl markaðsvara í fíkniefnaheiminum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×