Innlent

Mikil stemming í Gleðigöngunni

Yfir þrjátíu þúsund manns flykktust niður í miðbæ Reykjavíkur í dag til að fylgjast með Gleðigöngu samkynhneigðra. Litadýrðin, tónlistin og dansarnir mynduðu sannkallaða karnivalstemningu.

Gangan er nú haldin í áttunda sinn og hefur vaxið mikið með árunum. Fyrst þegar hún var haldin gengu tuttugu og sjö manns. Lögreglan telur að yfir þrjátíu þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var í dag. Skipuleggjendur hátíðarinnar telja hins vegar að fjöldinn hafi verið nær fimmtíu þúsund.

Í ár fagna samkynhneigðir auknum réttindum sínum. Samkynhneigðir geta nú skáð sambúð sína í þjóðskrá, hafa rétt til frumættleiðingar og lesbíur í staðfestri samvist eða sambúð geta farið í tæknifrjóvgun. Guðrún Ögmundsdóttir, alþingiskona, sagði í hátíðarræðu sinni að enn væri þó mikið óunnið starf fyrir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×