Innlent

Gekk of langt segir yfirlögregluþjónn

Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að félaginu hafi ekki borist neinar kvartanir vegna samstuðs myndatökumanns og lögreglu á Egilsstöðum í gær.

Málið virðist hafa leysts af sjálfu sér þar sem Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn hafi beðist afsökunar á að hafa stjakað við myndatökumanni Ríkisútvarpsins fyrir utan lögreglustöðina á Egilsstöðum. Óskar sagðist í samtali við Rúv hafa gengið of langt og Arna segir ekki hægt að sjá annað á myndunum en að hann hafi gert það. Það sé ekki lögreglunnar að ritskoða, fjölmiðlarnir sjálfir ákveði hvenær og hvort myndað sé á vettvangi og beri ábyrgð á því. Oft hafi slegið í brýnu milli lögreglu og fjölmiðla og það sé miður, en þetta mál virðist hafa leyst af sjálfu sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×