Fótbolti

Indriði Sigurðsson farinn frá KR

MYND/kr.is

Indriði Sigurðsson leikur ekki með KR á þessu ári. Indriði hefur samið við Oslóarfélagið SFK Lyn og heldur utan í fyrramálið. Frá þessu er greint á heimasíðu KR.

Indriði fékk leikheimild með KR fyrir réttri viku en náði ekki að leika með félaginu þegar KR mætti Fylki í Landsbankadeildinni þar sem leikheimild hans tók ekki gildi fyrr en daginn eftir þann leik. Indriði var í dag valinn í landsliðshópinn sem mætir Spánverjum á Laugardalsvelli um miðja næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×